Nýlega kom út fjórða tölublað þessa árs af tímaritinu Nordisk Arkivnyt. Miðlun (formidling) er meginþema blaðsins að þessu sinni og er því gerð skil í átta greinum. Þar kennir ýmissa grasa og má m.a. finna eins konar annál eða yfirlit miðlunar hjá þjóð- og ríkisskjalasöfnum Norðurlandanna á árunum 1970 - 2013.