Nýlega barst Þjóðskjalasafni að gjöf bókhaldsbók Ekkna- og munaðarleysingjasjóðs Dalahrepps sem í eru skráðir efnahags- og rekstrarreikningar sjóðsins fyrir árin 1916 til og með 1946. Dalahreppur hét síðar Ketildalahreppur og er nú hluti Vesturbyggðar. Gefandinn er hollvinur safnsins, Þrymur Sveinsson frá Miðhúsum í Reykhólasveit, en hann keypti bókina á fimm hundruð krónur á nytjamarkaði.