Fréttir

fimmtudagur, 27. júní 2013 - 10:15

Fyrir ári síðan sendi Þjóðskjalasafn inn umsókn um að manntalið 1703 yrði tekið á skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory). Þau ánægjulegu tíðindi bárust í gær að umsóknin hefði verið samþykkt og manntalið 1703 er því komið í skrána um minni heimsins.

Manntalið 1703, upphaf manntals Skógarstrandarhrepps í Snæfellsnessýslu
þriðjudagur, 2. júlí 2013 - 11:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um könnun á skjalavörslu ríkisins sem gerð var árið 2012.

Könnun Þjóðskjalasafns Íslands á skjalavörslu ríkisins 2012
föstudagur, 5. júlí 2013 - 12:30

Nýlega barst Þjóðskjalasafni að gjöf bókhaldsbók Ekkna- og munaðarleysingjasjóðs Dalahrepps sem í eru skráðir efnahags- og rekstrarreikningar sjóðsins fyrir árin 1916 til og með 1946. Dalahreppur hét síðar Ketildalahreppur og er nú hluti Vesturbyggðar. Gefandinn er hollvinur safnsins, Þrymur Sveinsson frá Miðhúsum í Reykhólasveit, en hann keypti bókina á fimm hundruð krónur á nytjamarkaði.

Ekkna- og munaðarleysingjasjóður Dalahrepps, bókhaldsbók

Pages