Fréttir

fimmtudagur, 23. janúar 2014 - 15:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur hafið útgáfu fréttabréfsins Skjalafréttir. Fréttabréfið er sent áskrifendum í tölvupósti. Í Skjalafréttum verða birtar tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, til dæmis tilkynningar um reglur og leiðbeiningarrit og fréttir af athyglisverðum skjalaafhendingum til safnsins.

Skjalafréttir
mánudagur, 3. febrúar 2014 - 10:30

Þann 1. febrúar sl. tóku gildi nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila. Með gildistökunni falla úr gildi reglur nr. 626 frá 30. júní 2010 um afhendingu á vörsluútgáfum. Afhendingarskyldir aðilar hafa þó leyfi til að skila vörsluútgáfum eftir eldri reglum til og með 1. ágúst 2014.

Stafræn gögn
mánudagur, 3. febrúar 2014 - 15:30

Á Safnanótt, 7. febrúar 2014, verður dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík. Boðið verður upp á kynningu á Þjóðskjalasafni og vasaljósaferðir í skjalageymslur safnsins. Möguleikhúsið flytur kafla úr hinum vinsæla einleik um eldklerkinn Jón Steingrímsson.

Eldklerkurinn á Safnanótt í Þjóðskjalasafni Íslands

Pages