Nýlega kom út fjórða tölublað þessa árs af tímaritinu Nordisk Arkivnyt. Miðlun (formidling) er meginþema blaðsins að þessu sinni og er því gerð skil í átta greinum. Þar kennir ýmissa grasa og má m.a. finna eins konar annál eða yfirlit miðlunar hjá þjóð- og ríkisskjalasöfnum Norðurlandanna á árunum 1970 - 2013. Þar er nefnt að árið 1992 var ýtt úr vör í Danmörku einu stærsta lýðvistunarverkefni (crowdsourcing project) á Norðurlöndum, KildeIndtastnings Projekt (KIP), sem fólst í því að fela sjálfboðaliðum innslátt á upplýsingum úr dönskum manntölum. Verkefnið er enn í gangi og gagnasafn þess inniheldur meira en 15 milljónir framlaga frá einstaklingum sem tóku þátt í verkefninu. Einnig kemur þarna fram að á árunum 2008-2009 voru skráðar upplýsingar úr níu íslenskum manntölum á vegum Þjóðskjalasafns Íslands og þau birt á sérstökum manntalsvef safnsins.
Einnig eru að venju í blaðinu fréttir og frásagnir af starfsemi skjalasafna á öllum Norðurlöndunum og málum er þau varða.
Örstutt yfirlit um sögu Nordisk Akivnyt.