Fréttir

mánudagur, 11. febrúar 2013 - 10:30

Safnanótt Þjóðskjalasafns síðastliðið föstudagskvöld gekk mjög vel. Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur og skjalavörður flutti erindi um Sólborgarmálið og Guðný Hallgrímsdóttir doktorsnemi í sagnfræði flutti erindi um Kokkastúlku og kærustu í kaupstað. Fullt var í salnum á meðan erindin voru flutt. Áhugasamir gestir skoðuðu sýningu á skjölum tengdum erindunum og notuðu tækifærið til eigin ættfræðirannsókna.
 

Gestir hlýða á fyrirlestur á safnanótt í Þjóðskjalasafni.
fimmtudagur, 7. febrúar 2013 - 11:30

Á Safnanótt, 8. febrúar 2013, verður dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík. Boðið verður upp á kynningu á Þjóðskjalasafni og skoðunarferð í skjalageymslur safnsins. Einnig gefst gestum kostur á að hlýða á erindi Benedikts Eyþórssonar sagnfræðings um Sólborgarmálið og erindi Guðnýjar Hallgrímsdóttur doktorsnemi í sagnfræði um Kokkastúlku og kærustu í kaupstað. Hægt er að skoða skjalasýningu, taka þátt í verðlaunagetraun og kíkja í ættfræðiheimildir með aðstoð sérfræðinga safnsins. Skoðaðu dagskrána og skráðu þig í skoðunarferð um skjalageymslur safnsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
 

Úr skjalageymslum Þjóðskjalasafns.
föstudagur, 25. janúar 2013 - 14:30

Þjóðskjalasafn hefur undanfarna mánuði verið þátttakandi í samevrópsku verkefni sem nefnist APEx (The Archives Portal Europe network of exellence). Markmið verkefnisins er að þróa skjalagátt þar sem finna má upplýsingar um safnkost evrópskra skjalasafna.

Archives Portal Europe.

Pages