Fréttir

laugardagur, 14. júní 2014 - 13:45

Þjóðskjalasafn hefur auglýst laus til umsóknar tvö störf á skjalasviði. Annars vegar er um að ræða starf sérfræðings við langtímavörslu rafrænna gagna og hins vegar er leitað eftir forverði. Nánari upplýsingar um störfin má lesa á vef safnsins og þar eru tenglar til að sækja um störfin.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 24. júní 2014 - 15:45

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt fyrir árið 2014 er komið út. Tímaritið er á annað hundrað blaðsíður og stútfullt af athyglisverðu efni frá öllum Norðurlöndunum, auk fastra efnisatriða eins og Institutionen, Personalia, Publikationer og Dokumentet, sem er að þessu sinni íslenskar teikningar af fyrirhugaðri lagningu járnbrautar frá Reykjavík austur að Ölfusárbrú.

Nordisk Arkivnyt 2. tbl 2014
miðvikudagur, 9. júlí 2014 - 10:45

Yfirlit um námskeið Þjóðskjalasafns Íslands í skjalastjórn og skjalavörslu fyrir veturinn 2014-2015 hefur verið birt á vef safnsins. Vegna framkvæmda við endurbyggingu á kennsluaðstöðu í Þjóðskjalasafni næsta vetur verður breyting á staðsetningu námskeiða og fjölda þeirra. Kennsla fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3.

Námskeið

Pages