Fréttir

fimmtudagur, 13. febrúar 2014 - 13:45

Það var líf og fjör á dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt föstudagskvöldið 7. febrúar sl. Um hundrað gestir komu og hlýddu á erindi, fóru í vasaljósaferðir í skjalageymslur og horfðu á brot úr sýningu Möguleikhússins á einleiknum Eldklerkurinn.

Safnanótt 2014
þriðjudagur, 11. mars 2014 - 14:15

Nýlega var lokið við uppsetningu þéttiskápa í fjórum skjalageymslum Þjóðskjalasafnsins í stað fastra hillna sem þar voru fyrir. Þéttiskáparnir telja um 6.700 hillumetra og nýting rýmisins sem þeir eru í jókst um 85% eða rúmlega 3.000 hillumetra sem nemur u.þ.b. því skjalamagni sem tekið er við á tveim árum.

Nýju þéttiskáparnir
mánudagur, 7. apríl 2014 - 12:30

Ríkisskjalasafn Finnlands og Skjalasafn Sama hafa sótt um að skjalasafn Skolt Sama verði fært í skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory).

Skjalasafnið eftir forvörsluaðgerðir. Ljósmynd: Mikko Salminen / The National Archives Service of Finland, 2012

Pages