Það var líf og fjör á dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt föstudagskvöldið 7. febrúar sl. Um hundrað gestir komu og hlýddu á erindi, fóru í vasaljósaferðir í skjalageymslur og horfðu á brot úr sýningu Möguleikhússins á einleiknum Eldklerkurinn.