þriðjudagur, 17. desember 2013 - 23:30
Þjóðskjalasafn Íslands mun um áramótin taka upp nýtt og endurbætt afgreiðslukerfi sem heldur utan um pantanir á skjölum. Í afgreiðslukerfinu er gert ráð fyrir ítarlegri upplýsingum um notendur en í hinu eldra afgreiðslukerfi safnsins.
Einstaklingar sem panta skjöl á lestrarsal Þjóðskjalasafns munu framvegis þurfa að gefa upp nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Í þeim tilvikum þegar stofnanir panta skjöl úr eigin skjalasafni verður jafnframt farið fram á að starfsmaður verði skráður sem tengiliður.
Að öðru leyti verður fyrirkomulag pantana óbreytt og áfram verður unnt að panta skjöl á lestrarsal eða í afgreiðslu safnsins á þriðju hæð.