Í tengslum við 140 ára afmæli Þjóðskjalasafns Íslands þann 3. apríl sl. voru stofnuð Hollvinasamtök safnsins.
Tilgangur Hollvinasamtakanna er að treysta tengsl almennings við safnið og auka skilning á mikilvægi varðveislu heimilda um stjórnskipan, stjórnsýslu, borgaraleg réttindi og sögu íslensku þjóðarinnar.