Afgreiðslutími lestrarsalar verður með hefðbundnu sniði milli jóla og nýárs, fyrir utan að nýjar skjalapantanir verða ekki sóttar. Pantarnir þurfa að berast fyrir dagslok fimmtudaginn 22. desember.
Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan. Þjóðskjalasafn er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar skv. 3. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og skal m.a.
Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2021 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári. Nú eru ársskýrslur safnsins eingöngu gefnar út á rafrænu formi á vef safnsins.
Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2021 má nálgast hér.
Lestrarsalur – skertur afgreiðslutími nk. fimmtudag 20. október
Fimmtudaginn 20. október nk. verður starfsdagur í Þjóðskjalasafni Íslands. Af þessum sökum verður skertur afgreiðslutími á lestrarsal og lokað fyrr en venjulega, eða kl. 15:00.
Þjóðskjalasafn Íslands skilaði skjölum þýska ræðismannsins á Íslandi til Þýskalands í sérstakri athöfn sem fram fór í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær, þann 3. október. Skjölin voru upphaflega gerð upptæk þann 10. maí 1940 þegar Ísland var hernumið af Bretum og þegar breskt hernámslið yfirtók bústað þýska ræðismannsins að Túngötu 18 í Reykjavík.
Fjölmenni lagði leið sína á Þjóðskjalasafn í síðustu viku þegar útgáfu sjötta og síðasta bindis í heildarútgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771 var fagnað á árlegum Rannsóknardegi safnsins.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Frelsi í farvatninu? Magnús Ketilsson skrifar um Íslandsverslun á tímamótum veturinn 1783
Á Þjóðskjalasafni Íslands eru fjölmörg bréf sem embættismenn skrifuðu til Christians Martfelt (1728–1790), hagspekings og ritara danska landbústjórnarfélagsins í Kaupmannahöfn. Martfelt bar í brjósti háleitar vonir um að Ísland gæti komist í hringiðu alþjóðlegrar verslunar. Magnús Ketilsson (1732–1803), sýslumaður í Dalasýslu, skrifaði langa greinargerð um verslunar- og efnahagsmálefni Íslands, „Pro Memoria!“, til Martfelts veturinn 1783.