Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í Safnanótt sem fram fer 3. febrúar nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem Safnanótt er haldin í Reykjavík. Þema safnanætur í Þjóðskjalasafni að þessu sinni er „eldgos“ en í ár eru 240 ár frá því að Skaftáreldar hófust, 60 ár frá því að gos í Surtsey byrjaði og 50 ár frá eldgosinu í Heimaey.