Fréttir

fimmtudagur, 9. febrúar 2023 - 14:00

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir nú eftir 1-2 sérfræðingum í tímabundin störf til allt að tveggja ára í þjóðlendurannsóknum. Starfið felst einkum í vinnu við gagnaöflun fyrir óbyggðanefnd en hlutverk hennar er að skera úr um mörk þjóðlendna og eignarlanda, mörk hluta þjóðlendna sem nýttar eru sem afréttir og að úrskurða um eingarréttindi innan þjóðlendna.

Þjóðskjalasafn lestur skjals
föstudagur, 17. mars 2023 - 16:15

Á dögunum auglýsti Þjóðskjalasafn Íslands fjölda starfa laus til umsóknar. Flest tengjast störfin áherslu safnsins í rafrænni langtímavörslu gagna og stafrænni miðlun.

Auglýst eru laus til umsóknar störf sérfræðinga í rafrænni skjalavörslu, sérfræðinga í miðlun gagna og starfsfólks við stafræna endurgerð pappírsskjala.

föstudagur, 31. mars 2023 - 14:00

Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verður lokuð frá kl. 12 þriðjudaginn 4. apríl vegna jarðarfarar Önnu Elínborgar Gunnarsdóttur.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.

Pages