Fréttir

fimmtudagur, 15. júní 2023 - 9:00

Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið. Lokunin verður frá 24. júlí til og með 4. ágúst 2023. Á meðan lokun stendur verður jafnframt skert þjónusta í Þjóðskjalasafni, s.s. er varðar ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn og fyrirspurnir úr safnkosti Þjóðskjalasafns.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 14. júní 2023 - 9:00

Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári.

Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2022 má nálgast hér.

Eldri ársskýrslur safnsins má finna hér.

Ársskýrsla 2022
fimmtudagur, 24. ágúst 2023 - 14:00

Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð gagnagrunns sóknarmannatala á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Að mestu leyti hefur það starf farið fram á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Á Ísafirði hafa starfsmenn unnið að verkefninu um langt skeið og nú núverið fékkst styrkur frá Byggðastofnun til að ráða starfsfólk á Bakkafirði og Raufarhöfn til verksins.

Meðfylgjandi er sýnishorn tekið af handahófi af frumritum sóknarmannatala úr Eyrarsókn í Skutulsfirði, en öll tölin úr sókninni sem ná frá árinu 1788 – 1951 hafa nú verið birt á vefnum.

Pages