Fréttir

þriðjudagur, 19. september 2023 - 11:30

Á síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir á sviði gervigreindar. Ein birtingarmynd þessarar þróunar er stafrænn lestur handrita og skjala. Þar má nefna austurríska forritið Transkribus sem rekja má til Evrópuverkefnanna TranScriptorium frá árunum 2013-2015 og READ  frá 2016-2019.

Lestur Transkribus á dóma- og þingbók Snæfellssýslu frá árinu 1809.
fimmtudagur, 21. september 2023 - 11:30

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2023 er helgaður þjóðlendurannsóknum. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162, fimmtudaginn 28. september nk. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:00. Þá verður einnig fagnað útgáfu 3. bindis Yfirréttarins á Íslandi.
 

Yfirrétturinn bindi 3. 1716-1732.
mánudagur, 2. október 2023 - 9:00

Reglur um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi nr. 1022/2023 hafa verið staðfestar af ráðherra og settar af þjóðskjalaverði. Afhendingarskyldir aðilar skv. 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn hafa því heimild til að eyða slíkum skjölum úr skjalasafni sínu þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.

Fjárhagsbókhald getur verið af ýmsum toga

Pages