Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram þann 31. maí næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna sem er bein vísun í 1. gr. laga um opinber skjalasöfn. Flutt verða fjögur erindi um skráningu mála, afhendingarskyldu einkaaðila, aðgang að gögnum og eftirlit Þjóðskjalasafns.