Fréttir

mánudagur, 24. apríl 2023 - 10:30

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Í framhaldinu verða umræður um efnið.

Frá vorráðstefnu Þjóðskjalasafns vorið 2022
þriðjudagur, 30. maí 2023 - 14:45

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) fyrir hönd ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu varðveisluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Um er að ræða skjalageymslu auk stoðrýma, s.s. móttöku bretta, flokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarými. Skjalageymsla má vera í 1.000-5.000 m² rými, gjarnan óskiptu. Þar af er gert ráð fyrir um 300 m² fyrir stoðrými.

Skjalageymslur
þriðjudagur, 13. júní 2023 - 10:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við safnið. Um nýtt starf er að ræða en nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni.

Pages