Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) fyrir hönd ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu varðveisluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Um er að ræða skjalageymslu auk stoðrýma, s.s. móttöku bretta, flokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarými. Skjalageymsla má vera í 1.000-5.000 m² rými, gjarnan óskiptu. Þar af er gert ráð fyrir um 300 m² fyrir stoðrými.