Fréttir

föstudagur, 7. maí 2021 - 19:00

Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið upp þjónustu SignetTransfer til að flytja gögn á öruggan hátt með rafrænum hætti. Fyrst um sinn er þjónustan notuð annars vegar fyrir upplýsingaþjónustu safnsins til að senda viðskiptavinum rafræn afrit af skjölum úr safnkostinum í stað pappírsljósrita og hins vegar til að taka við gögnum frá afhendingarskyldum aðilum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar.

SignetTransfer
miðvikudagur, 12. maí 2021 - 8:30

Í heimildarmyndinni, Leyndarmálið, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um hið svokallaða „Biblíubréf“ sem er blað með 23 þjónustufrímerkjum frá Íslandi. Bréfið var selt árið 1973 fyrir háa upphæð og hefur síðan gengið kaupum og sölum og þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi.

Bréf landfógeta 30. september 1874.
miðvikudagur, 26. maí 2021 - 10:00

Þjóðskjalasafn hefur það hlutverk að úthluta verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum. Auglýst var eftir umsóknum meðal héraðsskjalasafna 9. febrúar 2021 með umsóknarfresti til og með 5. mars. Alls bárust 29 umsóknir frá 12 héraðsskjalasöfnum að upphæð 48.807.710 kr.

Héraðsskjalasöfn á Íslandi

Pages