Í heimildarmyndinni, Leyndarmálið, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um hið svokallaða „Biblíubréf“ sem er blað með 23 þjónustufrímerkjum frá Íslandi. Bréfið var selt árið 1973 fyrir háa upphæð og hefur síðan gengið kaupum og sölum og þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi.