Öruggur flutningur gagna í Þjóðskjalasafni

föstudagur, 7. maí 2021 - 19:00
  • SignetTransfer
    SignetTransfer

Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið upp þjónustu SignetTransfer til að flytja gögn á öruggan hátt með rafrænum hætti. Fyrst um sinn er þjónustan notuð annars vegar fyrir upplýsingaþjónustu safnsins til að senda viðskiptavinum rafræn afrit af skjölum úr safnkostinum í stað pappírsljósrita og hins vegar til að taka við gögnum frá afhendingarskyldum aðilum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar. Slík gögn geta t.d. verið geymsluskrár vegna afhendinga á pappírsskjalasöfnum en oft eru viðkvæmar upplýsingar skráðar í geymsluskrár.

Þá er jafnframt tekið við tæknilegum gögnum fyrir rafræn gagnasöfn vegna tilkynninga á þeim til safnsins. Tæknileg gögn eru lýsingar á töflum og dálkum, einindavenslarit ásamt skjölum sem sýna að unnt sé að mynda vörsluútgáfu á venslaformi. Aðeins er tekið við slíkum gögnum í gegnum Signet Transfer en ekki í gegnum tölvupóst eða aðrar samskiptaleiðir.