Fréttir

miðvikudagur, 25. nóvember 2020 - 15:30

Af ófyrirséðum orsökum er Rannsóknadegi Þjóðskjalasafns Íslands frestað til þriðjudagsins 8. desember. Verður hann þá á sama tíma, frá klukkan 15:00 - 16:00.

Rannsóknadegi frestað
miðvikudagur, 2. desember 2020 - 8:45

Ákveðið hefur verið að framlengja sóttvarnarráðstafanir í Þjóðskjalasafni til og með 9. desember nk. í samræmi við að stjórnvöld ákváðu að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum. Lestrarsalur og afgreiðsla safnsins verða því lokuð. Jafnframt verður ekki tekið við skjalasöfnum til varðveislu og fundir með skjalavörðum og sérfræðingum verða í gegnum síma eða fjarfundabúnað.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 10. desember 2020 - 15:30

Lestrarsalur og afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands opnar að nýju þriðjudaginn 15. desember nk. Endurbótum á lestrarsal safnsins, sem hófust síðastliðið vor, er nú að ljúka og opnar lestrarsalurinn því á sínum gamla stað á 1. hæð að Laugavegi 162. Sú breyting verður jafnframt að afgreiðsla safnsins, sem verið hefur á 3. hæð, verður samhliða flutt á lestrarsal til frambúðar.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages