Þjóðskjalasafn hefur á ný hafið viðtöku á skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila sem var frestað tímabundið 8. október sl. vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Þetta á við hvort sem skjölin eru á pappír eða rafrænu formi. Jafnframt hefst á ný viðtaka einkaskjalasafna. Afhendingarbeiðnir pappírsskjalasafna sem borist hafa frá afhendingarskyldum aðilum verða afgreiddar í þeirri röð sem þær bárust.