Fréttir

þriðjudagur, 12. janúar 2021 - 15:15

Í nóvember á síðasta ári tók Þjóðskjalasafn Íslands í notkun umsóknarkerfi Íslands.is fyrir eyðublöð safnsins. Fyrsta eyðublaðið sem varð að fullu rafrænt var eyðublað fyrir tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila. Nú hefur annað eyðublað verið fært yfir í umsóknargátt Íslands.is og er það beiðni um afhendingu pappírsskjalasafns.

Þjóðskjalasafn Íslands
miðvikudagur, 13. janúar 2021 - 11:30

Á síðastliðnu ári stóðu yfir framkvæmdir og endurbætur á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg 162. Hinn 15. desember síðastliðinn opnaði lestrarsalur safnsins á nýjan leik og á meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að sameina almenna afgreiðslu og afgreiðslu lestrarsalar.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands.
fimmtudagur, 14. janúar 2021 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa standa nú að samstarfsverkefni um skjalasöfn prestakalla. Prestaköll, sem hluti þjóðkirkjunnar, falla undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og ber því skylda til að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sem verða til, hafa borist eða hefur verið viðhaldið í starfseminni.

Úr skjalageymslum Þjóðskjalasafns Íslands.

Pages