Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa standa nú að samstarfsverkefni um skjalasöfn prestakalla. Prestaköll, sem hluti þjóðkirkjunnar, falla undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og ber því skylda til að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sem verða til, hafa borist eða hefur verið viðhaldið í starfseminni.