Fréttir

fimmtudagur, 6. febrúar 2020 - 11:15

Í gær var Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir verk sitt: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, en Hagþenkir hefur um árabil veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands.
fimmtudagur, 13. febrúar 2020 - 18:15

Veðurstofan hefur spáð aftakaveðri á morgun og fært viðbúnaðarstig á Suðvestur- og Suðurlandi upp á rautt stig. Af þeim sökum verður Þjóðskjalasafn lokað á morgun (föstudag), bæði afgreiðsla og lestrarsalur.

Rauð viðvörun vegna aftakaveðurs
fimmtudagur, 20. febrúar 2020 - 13:15

Þann 3. febrúar síðastliðinn sendi Þjóðskjalasafn Íslands út rafræna eftirlitskönnun um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila ríkisins. Er þetta í fjórða skipti sem slík könnun er framkvæmd en síðast var það árið 2016. Niðurstöður voru gefnar út í skýrslum sem aðgengilegar eru á vef Þjóðskjalasafns.

Pages