Fréttir

miðvikudagur, 4. mars 2020 - 13:45

Á hátíðardagskrá í Þjóðarbókhlöðunni 4. mars 2020 var tilkynnt að ritverk Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings, Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi hlyti viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2019.

Björk Ingimundardóttir
þriðjudagur, 10. mars 2020 - 8:30

Nýtt diplómanám í hagnýtri skjalfræði mun hefja göngu sína við Háskóla Íslands næsta haust. Námsleiðin, sem er í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, verður kennd á framhaldsstigi í sagnfræði- og heimspekideild, en hingað til hefur hún eingöngu verið kennd sem aukagrein á grunnstigi. Námið verður opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed.

Nám í skjalfræði
fimmtudagur, 12. mars 2020 - 7:30

Þjóðskjalasafn hefur hlotið GULLvottun í hjólavottun vinnustaða. Vottunin er tæki til að innleiða markvisst betri hjólreiðamenningu og er liður í innleiðingu á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Er þetta liður í að bæta aðbúnað fyrir bæði gesti og starfsmenn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna ferðamáta.

Þjóðskjalasafn Íslands hlýtur gullvottun í hjólavottun vinnustaða.

Pages