Lestrarsalur Þjóðskjalasafns opnar að nýju þann 4. maí nk. en þá verður heimilt að opna söfn að nýju samkvæmt auglýsingu stjórnvalda um breytingar á samkomubanni. Hafnar eru framkvæmdir vegna endurbóta á lestrarsalnum sem miða að því að bæta aðstöðu og öryggi gesta, starfsfólks og safnkosts. Stefnt er að því að opna endurbættan lestrarsal í ágúst næstkomandi.
Samningur milli Alþingis, Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags var undirritaður í Þjóðskjalasafni 7. maí sl. þar sem handsalað var útgáfuverkefni til tíu ára á dómum og skjölum yfirréttarins á Íslandi og aukalögþinga. Yfirrétturinn var starfandi á Þingvöllum frá 1563-1800. Elstu varðveittu dómsskjölin sem hafa varðveist eru frá árinu 1690.
Í gær var formlega opnaður vefurinn Orðabelgur – Sögulegt hugtakasafn Þjóðskjalasafns Íslands, sem geymir safn hugtaka, orða, skammstafana og tákna sem Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur hefur dregið saman og skýrt.