Fréttir

þriðjudagur, 17. september 2019 - 14:30

Mánudaginn 30. september n.k verður Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands. Þá verða m..a. kynntar ýmsar rannsóknir sem unnið er að á safninu. Stórvirki Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, sem kemur út þennan sama dag, verður kynnt.

Rannsóknir
þriðjudagur, 1. október 2019 - 10:30

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns var haldinn mánudaginn 30. september. Fjölmenni kynnti sér hluta þeirra rannsókna sem unnið er að á safninu og í tengslum við það.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.
fimmtudagur, 24. október 2019 - 13:45

Í vikunni hittast fulltrúar frá skjalasöfnum víðs vegar um heiminn og ræða sameiginlegar áskoranir og verkefni á ráðstefnu alþjóðaskjalaráðsins (ICA). Ráðstefnur ICA eru afar mikilvægar, enda verkefni skjalasafna yfirleitt sambærileg á milli landa og því gefst tækifæri til að læra af því sem best er gert annar staðar í heiminum.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson sviðsstjóri.

Pages