Fréttir

þriðjudagur, 12. mars 2019 - 15:45

Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar frá og með 1. mars 2019. Hrefna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2008. Hún var áður sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands, fyrst á skjalasviði og síðar á varðveislu- og miðlunarsviði.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður
fimmtudagur, 28. mars 2019 - 9:45

Frá og með 1. apríl 2019 verður breyting á opnunartíma afgreiðslu Þjóðskjalasafns. Opið verður frá klukkan 09:00 - 15:00 alla virka daga. Símatími skrifstofunnar verður sá sami og opnunartími hennar. Opnunartími lestrarsalar er óbreyttur. Þar er opið frá kl 10:00 – 17:00 mánudaga til fimmtudags og 10:00 – 16:00 á föstudögum.

 

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 12:15

Þann 14. maí nk. stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir ráðstefnu um persónuvernd og varðveislu. Á ráðstefnunni verða flutt fjögur erindi auk þess sem pallborð verður í lok hennar.

Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands

Pages