Fréttir

þriðjudagur, 30. apríl 2019 - 10:30

Margir hafa skráð sig til þátttöku í vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands sem haldin verður 14. maí nk. Vegna þessa hefur verið ákveðið að færa ráðstefnuna úr fyrirlestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands og í ráðstefnusal Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsveg 52 í Reykjavík.

Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands
fimmtudagur, 9. maí 2019 - 13:45

Í fjárlögum ársins 2019 kemur fram að fjárveiting til héraðsskjalasafna er 31,5 m.kr. Þar af er rekstrarframlag 15.200.000 kr. og verkefnastyrkur 16.300.000 kr. Frá áramótum 2016 var Þjóðskjalasafni Íslands með fjárlögum falið nýtt úthlutunarverkefni, að úthluta til héraðsskjalasafna verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valinna skjalaflokka.

Stafræn miðlun
föstudagur, 14. júní 2019 - 9:45

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt 2019 er komið út. Blaðið er gefið út í vefútgáfu á sameiginlegum vef norrænu ríkisskjalasafnanna, Nordisk Arkivportal.

Forsíða Nordisk Arkivnyt (2. tbl. 2019).

Pages