Fréttir

miðvikudagur, 30. janúar 2019 - 13:30

Tölvupóstkerfi Þjóðskjalasafns bilaði sl. fimmtudag. Kerfið er núna komið í lag, en enn er eftir að endurheimta tölvupóst sem sendur var til og með gærdeginum. Enn er ekki ljóst hvort allur póstur skilar sér og því gæti verið öruggara að senda aftur erindi sem send voru til Þjóðskjalasafns í tölvupósti dagana 24. - 29. janúar 2019.

Tölvupóstur
þriðjudagur, 5. febrúar 2019 - 11:15

Reykjavíkurnætur í Þjóðskjalasafni Íslands. Skemmtanalíf í Reykjavík á árunum milli stríða. Fjölbreytt dagskrá í Þjóðskjalasafni. Vernharður Linnet mun fjalla um jass- og dansáratuginn á Hótel Borg. Borgarbandið mun spila lög frá tímabilinu.

Safnanótt 2019
þriðjudagur, 12. febrúar 2019 - 10:30

Þjóðskjalasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun og þann 6. febrúar síðastliðinn fékk safnið heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið, heimildin gildir til 3. febrúar 2022. Jafnlaunavottun er staðfesting á að stofnunin starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Formlegum úttektum á jafnlaunakerfi Þjóðskjalasafns Íslands lauk í desember 2018.

Jafnlaunamerkið 2019 - 2022

Pages