Fréttir

þriðjudagur, 8. janúar 2019 - 9:45

Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 hefur Þjóðskjalasafn Íslands eftirlit með rekstri héraðsskjalasafna. Árið 2017 sendi Þjóðskjalasafn héraðsskjalasöfnum spurningakönnun í því skyni að uppfylla þessa eftirlitsskyldu sína. Í desember síðastliðnum kom út skýrsla með samanteknum niðurstöðum úr þessari eftirlitskönnun.

Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna 2017
þriðjudagur, 15. janúar 2019 - 8:30

Allt frá árinu 2013 hefur verið í undirbúningi að gera gagngerar endurbætur á einu geymsluhúsnæði Þjóðskjalasafns Íslands, svokölluðu húsi 5 við Laugaveg 164. Endurbætur hússins myndu auka geymslupláss Þjóðskjalasafns um 15.000 hillumetra. Upphaflegar áætlanir stefndu að því að húsið yrði tilbúið til notkunar árið 2017.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 18. janúar 2019 - 13:45

Í lok nýliðins árs kom út skýrsla með niðurstöðum eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa sem eru afhendingarskyldar til safnsins. Könnunin fór fram í nóvember og desember 2017 og lauk úrvinnslu úr innsendum gögnum nýlega.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages