Allt frá árinu 2013 hefur verið í undirbúningi að gera gagngerar endurbætur á einu geymsluhúsnæði Þjóðskjalasafns Íslands, svokölluðu húsi 5 við Laugaveg 164. Endurbætur hússins myndu auka geymslupláss Þjóðskjalasafns um 15.000 hillumetra. Upphaflegar áætlanir stefndu að því að húsið yrði tilbúið til notkunar árið 2017.