Einkaskjöl Bjarna Vilhjálmssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar voru afhent Þjóðskjalasafni föstudaginn 6. apríl sl. Börn Bjarna þau Kristín, Eiríkur, Elísabet og Vilhjálmur komu öll saman og afhentu safninu um hálfan hillumetra af skjölum föður síns.
Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Titillinn er sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Rétt eins og þetta þekkta bókmenntaverk fjallar Lífsblómið um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er.