fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 12:15
Þann 14. maí nk. stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir ráðstefnu um persónuvernd og varðveislu. Á ráðstefnunni verða flutt fjögur erindi auk þess sem pallborð verður í lok hennar.
Frummælendur eru Árni Jóhannsson skjalavörður á Þjóðskjalasafni, Kristín Benediktsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Þórður Sveinsson skrifstofustjóri hjá Persónuvernd og Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Stefnt er að því að vorráðstefnan verði að árlegum viðburði þar sem fjallað verði um fjölbreytt verkefni í skjalavörslu og skjalastjórn. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu.