Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 6. febrúar nk. Að venju tekur Þjóðskjalasafn Íslands þátt í Safnanótt og verður með opið hús í lestrarsal safnsins, Laugavegi 162, frá kl 19:00 - 24:00.
Þjóðskjalasafn Íslands skipuleggur og heldur á þessu ári þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóðaskjalaráðsins (ICA) í Reykjavík dagana 28. og 29. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Archives: Evidence, Security and Civil Rights. Ensuring trustworthy information“.