Fréttir

mánudagur, 2. febrúar 2015 - 14:45

Þjóðskjalasafn hefur gefið út bækling um stefnu safnsins árin 2014 - 2018. Stefnumótunin er m.a. unnin í tilefni nýrra laga um opinber skjalasöfn, nr 77/2014, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2014. Með stefnumótuninni er leitast við að skýra markmið Þjóðskjalasafns og renna þannig styrkari stoðum undir bættan árangur á forsendum mælanlegra markmiða og krafna um gagnsæi í opinberum rekstri.

Stefnumótun 2014 - 2018
fimmtudagur, 5. febrúar 2015 - 16:30

Samhliða nýrri stefnumótun fyrir Þjóðskjalasafn Íslands var hannað nýtt merki safnsins. Þannig er leitast við að marka upphaf nýrra tíma í starfi safnsins.

Form, gerð og litur merkisins byggir á þremur fyrirmyndum.

föstudagur, 13. febrúar 2015 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar endurskoðaðar reglur um málalykla (nr. 622/2010), skjalavistunaráætlanir (nr. 623/2010) og um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala (nr. 1065/2010) afhendingarskyldra aðila. Reglur um málalykla og skjalavistunaráætlanir tóku gildi 1. ágúst 2010 og reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala tóku gildi 1. janúar 2011.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages