Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 24. ágúst 2023 - 14:00

Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð gagnagrunns sóknarmannatala á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Að mestu leyti hefur það starf farið fram á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Á Ísafirði hafa starfsmenn unnið að verkefninu um langt skeið og nú núverið fékkst styrkur frá Byggðastofnun til að ráða starfsfólk á Bakkafirði og Raufarhöfn til verksins.

Meðfylgjandi er sýnishorn tekið af handahófi af frumritum sóknarmannatala úr Eyrarsókn í Skutulsfirði, en öll tölin úr sókninni sem ná frá árinu 1788 – 1951 hafa nú verið birt á vefnum.
fimmtudagur, 15. júní 2023 - 9:00

Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið. Lokunin verður frá 24. júlí til og með 4. ágúst 2023. Á meðan lokun stendur verður jafnframt skert þjónusta í Þjóðskjalasafni, s.s. er varðar ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn og fyrirspurnir úr safnkosti Þjóðskjalasafns.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 14. júní 2023 - 9:00

Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári.

Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2022 má nálgast hér.

Eldri ársskýrslur safnsins má finna hér.

Ársskýrsla 2022
þriðjudagur, 13. júní 2023 - 10:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við safnið. Um nýtt starf er að ræða en nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni.

þriðjudagur, 30. maí 2023 - 14:45

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) fyrir hönd ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu varðveisluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Um er að ræða skjalageymslu auk stoðrýma, s.s. móttöku bretta, flokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarými. Skjalageymsla má vera í 1.000-5.000 m² rými, gjarnan óskiptu. Þar af er gert ráð fyrir um 300 m² fyrir stoðrými.

Skjalageymslur
mánudagur, 24. apríl 2023 - 10:30

Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Í framhaldinu verða umræður um efnið.

Frá vorráðstefnu Þjóðskjalasafns vorið 2022

Pages