Á dögunum auglýsti Þjóðskjalasafn Íslands fjölda starfa laus til umsóknar. Flest tengjast störfin áherslu safnsins í rafrænni langtímavörslu gagna og stafrænni miðlun.
Auglýst eru laus til umsóknar störf sérfræðinga í rafrænni skjalavörslu, sérfræðinga í miðlun gagna og starfsfólks við stafræna endurgerð pappírsskjala.