Á Safnanótt, 8. febrúar 2013, verður dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík. Boðið verður upp á kynningu á Þjóðskjalasafni og skoðunarferð í skjalageymslur safnsins. Einnig gefst gestum kostur á að hlýða á erindi Benedikts Eyþórssonar sagnfræðings um Sólborgarmálið og erindi Guðnýjar Hallgrímsdóttur doktorsnemi í sagnfræði um Kokkastúlku og kærustu í kaupstað. Hægt er að skoða skjalasýningu, taka þátt í verðlaunagetraun og kíkja í ættfræðiheimildir með aðstoð sérfræðinga safnsins. Skoðaðu dagskrána og skráðu þig í skoðunarferð um skjalageymslur safnsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.