þriðjudagur, 9. apríl 2013 - 15:45
Þjóðskjalasafn Íslands hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir reglulegum námskeiðum um skjalavörslu. Til að meta hvernig til hefur tekist stendur nú yfir viðhorfskönnun um námskeið safnsins. Niðurstöður könnunarinnar munu auðvelda Þjóðskjalasafni að bæta þessa þjónustu og meta hvort þörf sé á fjölbreyttari fræðslu um skjalavörslu en boðið hefur verið upp á.
Aðeins tekur um þrjár mínútur að svara könnuninni og ekki þarf að gefa upp nafn þátttakanda. Svara verður könnuninni allri í einu en ekki er hægt að gera hlé á útfyllingu og vista svörin á síðunni. Svarfrestur er til og með 24. apríl nk.