Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra, afhenti þann 15. nóvember Þjóðskjalasafni Íslands einkaskjalasafn sitt til varanlegrar varðveislu. Svavar hefur áratugi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Hann var m.a. blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans 1971-1978, þingmaður 1978-1999, viðskiptaráðherra 1978-1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983 og menntamálaráðherra 1988-1991.