Forsíða

Fréttir

mánudagur, 19. ágúst 2013 - 17:45

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Þjóðskjalasafn Íslands ásamt föruneyti sl. föstudag. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður tók á móti ráðherra ásamt starfsmönnum safnsins, kynnti honum starfsemi þess, helstu verkefni og húsakost.

Mennta- og menningarmálaráðherra og þjóðskjalavörður ræðast í í skjalageymslu Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 14. ágúst 2013 - 8:15

Frestur til að senda inn umsagnir um drög að nýjum reglum um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum, sem auglýstur var 9. júlí sl., hefur verið framlengdur til 15. september nk.

Drög að reglunum og upplýsingar um þær má finna hér.

Stafræn gögn
þriðjudagur, 9. júlí 2013 - 15:30

Árið 2009 setti Þjóðskjalasafn Íslands reglur um rafræn opinber gögn og skil á þeim. Þær voru svo birtar í Stjórnartíðindum árið 2010. Reglurnar byggjast á aðferðafræði danska ríkisskjalasafnsins við langtímavörslu rafrænna gagna afhendingarskyldra aðila.

Stafræn gögn
föstudagur, 5. júlí 2013 - 12:30

Nýlega barst Þjóðskjalasafni að gjöf bókhaldsbók Ekkna- og munaðarleysingjasjóðs Dalahrepps sem í eru skráðir efnahags- og rekstrarreikningar sjóðsins fyrir árin 1916 til og með 1946. Dalahreppur hét síðar Ketildalahreppur og er nú hluti Vesturbyggðar. Gefandinn er hollvinur safnsins, Þrymur Sveinsson frá Miðhúsum í Reykhólasveit, en hann keypti bókina á fimm hundruð krónur á nytjamarkaði.

Ekkna- og munaðarleysingjasjóður Dalahrepps, bókhaldsbók
þriðjudagur, 2. júlí 2013 - 11:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um könnun á skjalavörslu ríkisins sem gerð var árið 2012.

Könnun Þjóðskjalasafns Íslands á skjalavörslu ríkisins 2012
fimmtudagur, 27. júní 2013 - 10:15

Fyrir ári síðan sendi Þjóðskjalasafn inn umsókn um að manntalið 1703 yrði tekið á skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory). Þau ánægjulegu tíðindi bárust í gær að umsóknin hefði verið samþykkt og manntalið 1703 er því komið í skrána um minni heimsins.

Manntalið 1703, upphaf manntals Skógarstrandarhrepps í Snæfellsnessýslu

Pages