Forsíða

Fréttir

föstudagur, 25. janúar 2013 - 14:30

Þjóðskjalasafn hefur undanfarna mánuði verið þátttakandi í samevrópsku verkefni sem nefnist APEx (The Archives Portal Europe network of exellence). Markmið verkefnisins er að þróa skjalagátt þar sem finna má upplýsingar um safnkost evrópskra skjalasafna.

Archives Portal Europe.
þriðjudagur, 8. janúar 2013 - 15:45

Síðastliðinn föstudag fagnaði Kristjana Kristinsdóttir 25 ára starfsafmæli sínu á Þjóðskjalasafni og bauð samstarfsfólki sínu til samsætis í tilefni dagsins.

Eiríkur G. Guðmundsson færir Kristjönu Kristinsdóttur gjöf í tilefni af 25 ár starfsafmælinu.
laugardagur, 22. desember 2012 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Safnið verður lokað á milli jóla og nýárs, en opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar 2013.

fimmtudagur, 6. desember 2012 - 14:30

Þjóðskjalasafn hefur unnið að því síðustu mánuði að uppfæra og endurbæta eyðublöð sem afhendingarskyldir aðilar þurfa að fylla út. Eyðublöðin varða alla þætti skjalavörslu, en til að byrja með munu eyðublöð fyrir grisjun, afhendingu á pappírsskjölum og um tilkynningu rafrænna gagnakerfa vera uppfærð.

Rafræn eyðublöð
fimmtudagur, 6. desember 2012 - 13:15

Þann 9. nóvember var haldið sérstakt námskeið um skjalavörslu fyrir starfsmenn lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Á námskeiðinu var farið almennt yfir helstu lög og reglur sem gilda um skjalavörslu opinberra aðila, hverjir séu afhendingarskyldir aðilar og kröfur og fyrirmæli Þjóðskjalasafns til skjalavörslu þeirra.

Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum á námskeiði um skjalavörslu
miðvikudagur, 28. nóvember 2012 - 14:30

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eirík G. Guðmundsson í embætti þjóðskjalavarðar til fimm ára.
Eiríkur hefur starfað í Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2001, lengst af sem sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs, en sl. eitt og hálft ár sem settur þjóðskjalavörður í forföllum Ólafs Ásgeirssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður

Pages