Forsíða

Fréttir

mánudagur, 3. febrúar 2014 - 15:30

Á Safnanótt, 7. febrúar 2014, verður dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík. Boðið verður upp á kynningu á Þjóðskjalasafni og vasaljósaferðir í skjalageymslur safnsins. Möguleikhúsið flytur kafla úr hinum vinsæla einleik um eldklerkinn Jón Steingrímsson.

Eldklerkurinn á Safnanótt í Þjóðskjalasafni Íslands
mánudagur, 3. febrúar 2014 - 10:30

Þann 1. febrúar sl. tóku gildi nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila. Með gildistökunni falla úr gildi reglur nr. 626 frá 30. júní 2010 um afhendingu á vörsluútgáfum. Afhendingarskyldir aðilar hafa þó leyfi til að skila vörsluútgáfum eftir eldri reglum til og með 1. ágúst 2014.

Stafræn gögn
fimmtudagur, 23. janúar 2014 - 15:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur hafið útgáfu fréttabréfsins Skjalafréttir. Fréttabréfið er sent áskrifendum í tölvupósti. Í Skjalafréttum verða birtar tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, til dæmis tilkynningar um reglur og leiðbeiningarrit og fréttir af athyglisverðum skjalaafhendingum til safnsins.

Skjalafréttir
miðvikudagur, 8. janúar 2014 - 22:45

Nú fer að líða að lokum á sameiginlegri sýningu Þjóðskjalasafns Íslands og Minjasafns Reykjavíkur í Aðalstræti 16 á munum og skjölum frá upphafi þéttbýlisbyggðar í Reykjavík á 18. öld. Tilefni sýningarinnar er 300 ára minning Skúla Magnússonar landfógeta (1711-1794). Hann var í forystu fyrir uppbyggingu handiðnaðar og vefnaðarstarfsemi um miðja 18.

Frá sýningu Þjóðskjalasafns Íslands og Minjasafns Reykjavíkur í Aðalstræti 16
þriðjudagur, 17. desember 2013 - 23:30

Þjóðskjalasafn Íslands mun um áramótin taka upp nýtt og endurbætt afgreiðslukerfi sem heldur utan um pantanir á skjölum. Í afgreiðslukerfinu er gert ráð fyrir ítarlegri upplýsingum um notendur en í hinu eldra afgreiðslukerfi safnsins.

Þjóðskjalasafn Íslands
mánudagur, 9. desember 2013 - 10:30

Nýlega kom út fjórða tölublað þessa árs af tímaritinu Nordisk Arkivnyt. Miðlun (formidling) er meginþema blaðsins að þessu sinni og er því gerð skil í átta greinum. Þar kennir ýmissa grasa og má m.a. finna eins konar annál eða yfirlit miðlunar hjá þjóð- og ríkisskjalasöfnum Norðurlandanna á árunum 1970 - 2013.

Nordisk Arkivnyt 4. tbl 2013

Pages