Yfirrétturinn var æðsti dómstóll landsins á sinni tíð. Dómar hans, og ekki síður málsskjölin sem með liggja, eru ómetanlegar heimildir um íslenskt þjóðlíf þessa tíma. Skjölin eru heimildir um hugarfar, réttarfar, stéttaskiptingu, samgöngur og búskaparhætti svo eitthvað sé nefnt.