Þjóðskjalasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun og þann 6. febrúar síðastliðinn fékk safnið heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið, heimildin gildir til 3. febrúar 2022. Jafnlaunavottun er staðfesting á að stofnunin starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Formlegum úttektum á jafnlaunakerfi Þjóðskjalasafns Íslands lauk í desember 2018.