Nýtt diplómanám í hagnýtri skjalfræði mun hefja göngu sína við Háskóla Íslands næsta haust. Námsleiðin, sem er í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, verður kennd á framhaldsstigi í sagnfræði- og heimspekideild, en hingað til hefur hún eingöngu verið kennd sem aukagrein á grunnstigi. Námið verður opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed.