Í gær var Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir verk sitt: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, en Hagþenkir hefur um árabil veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.