Í gær var formlega opnaður vefurinn Orðabelgur – Sögulegt hugtakasafn Þjóðskjalasafns Íslands, sem geymir safn hugtaka, orða, skammstafana og tákna sem Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur hefur dregið saman og skýrt.
Samningur milli Alþingis, Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags var undirritaður í Þjóðskjalasafni 7. maí sl. þar sem handsalað var útgáfuverkefni til tíu ára á dómum og skjölum yfirréttarins á Íslandi og aukalögþinga. Yfirrétturinn var starfandi á Þingvöllum frá 1563-1800. Elstu varðveittu dómsskjölin sem hafa varðveist eru frá árinu 1690.
Lestrarsalur Þjóðskjalasafns opnar að nýju þann 4. maí nk. en þá verður heimilt að opna söfn að nýju samkvæmt auglýsingu stjórnvalda um breytingar á samkomubanni. Hafnar eru framkvæmdir vegna endurbóta á lestrarsalnum sem miða að því að bæta aðstöðu og öryggi gesta, starfsfólks og safnkosts. Stefnt er að því að opna endurbættan lestrarsal í ágúst næstkomandi.
Þjóðskjalasafn hefur það hlutverk að úthluta verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum. Auglýst var eftir umsóknum meðal héraðsskjalasafna 27. febrúar 2020 með umsóknarfresti til og með 1. apríl. Alls bárust 27 umsóknir frá 11 héraðsskjalasöfnum að upphæð 45.435.860 kr.
Þann 8. apríl sl. voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila. Reglurnar taka gildi 15. apríl 2020.
Samkomubann stjórnvalda hefur nú verið framlengt til og með 3. maí nk. Vegna þessa verða takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns framlengdar sem því nemur. Eins og áður hefur verið auglýst verða því takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns eftirfarandi:
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Frelsi í farvatninu? Magnús Ketilsson skrifar um Íslandsverslun á tímamótum veturinn 1783
Á Þjóðskjalasafni Íslands eru fjölmörg bréf sem embættismenn skrifuðu til Christians Martfelt (1728–1790), hagspekings og ritara danska landbústjórnarfélagsins í Kaupmannahöfn. Martfelt bar í brjósti háleitar vonir um að Ísland gæti komist í hringiðu alþjóðlegrar verslunar. Magnús Ketilsson (1732–1803), sýslumaður í Dalasýslu, skrifaði langa greinargerð um verslunar- og efnahagsmálefni Íslands, „Pro Memoria!“, til Martfelts veturinn 1783.