Norrænu skjaladagarnir eru haldnir þriðja hvert ár sem samstarfsverkefni þjóðskjalasafna Norðurlanda. Þeir verða nú haldnir í 26. skipti dagana 1. - 2. september 2022 í Stokkhólmi í boði Þjóðskjalasafns Svíþjóðar. Að venju verður boðið upp á þátttöku á staðnum, en einnig verður boðið upp á að fylgjast með hluta ráðstefnunnar rafrænt. Ráðstefnan fer fram á dönsku, norsku, sænsku og ensku.