Nýr vefur Þjóðskjalasafns Íslands fyrir ráðgjöf og eftirlit með skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila fór í loftið í dag. Markmiðið með nýjum vef er að auðvelda aðgengi að reglum, leiðbeiningum og hvers konar fræðslu fyrir afhendingarskylda aðila er tengist skjalavörslu og skjalastjórn. Þá er á vefnum að finna ítarlegar upplýsingar um eftirlit safnsins með skjalahaldi afhendingarskyldra aðila, s.s. um feril eftirlitsheimsókna, þroskastig, áhættumat og eftirfylgni. Einnig er í fyrsta skipti birtur listi yfir eftirlitsskylda aðila á vef safnsins, en rétt er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Meðal annarra nýjunga á vefnum er að birt eru lögfræðiálit sem Þjóðskjalasafn hefur látið vinna um ýmsa þætti í skjalavörslu og skjalastjórn og reifun á frumkvæðisathugunum sem safnið hefur staðið fyrir frá árinu 2015.
Nýr vefur um ráðgjöf og eftirlit með skjalavörslu og skjalastjórn er birtur á sérstöku undirléni, https://radgjof.skjalasafn.is/.