Á vefsetri Þjóðskjalasafns er nú aðgengilegur gagnagrunnur sem tekur til uppskrifta dánarbúa, skiptabóka og uppboða sem til eru frá 18. og 19. öld. Verkefnið var unnið af stærstum hluta af Má Jónssyni prófessor.
Dánarbúin eru þungamiðja verkefnisins og innihalda þau nákvæmar skrár yfir eigur fólks og taka m.a. til fatnaðar, sængurfata, mataríláta, verkfæra og búfjár.