Stafræn umbreyting er hluti af stefnu Þjóðskjalasafns og hefur það að markmiði að tryggja varðveislu og aðgengi að rafrænum gögnum stjórnsýslunnar og skjölum er varða sögu samfélagsins, sem og að bjóða viðskiptavinum stafræna þjónustu.
Þann 28. febrúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til héraðsskjalasafna fyrir skönnun og miðlun á skjölum. Umsóknarfrestur rann út 5. apríl. Til úthlutunar voru 15,2 m.kr. Alls bárust 26 umsóknir um styrki frá 12 héraðsskjalasöfnum.
Á fyrsta ársfjórðungi 2024 (janúar til mars) tók Þjóðskjalasafn Íslands við 34 skjalasöfnum til varðveislu. Af þeim voru 13 frá afhendingarskyldum aðilum og 21 frá einkaaðilum. Tvö þessara skjalasafna frá afhendingarskyldum aðilum voru afhent á rafrænu formi, þ.e.
Mánudaginn 4. mars nk. verður starfsdagur í Þjóðskjalasafni Íslands og skertur afgreiðslutími á lestrarsal. Lokað verður fyrir hádegi en almennur afgreiðslutími frá kl. 13:00 til kl. 16:00.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Frelsi í farvatninu? Magnús Ketilsson skrifar um Íslandsverslun á tímamótum veturinn 1783
Á Þjóðskjalasafni Íslands eru fjölmörg bréf sem embættismenn skrifuðu til Christians Martfelt (1728–1790), hagspekings og ritara danska landbústjórnarfélagsins í Kaupmannahöfn. Martfelt bar í brjósti háleitar vonir um að Ísland gæti komist í hringiðu alþjóðlegrar verslunar. Magnús Ketilsson (1732–1803), sýslumaður í Dalasýslu, skrifaði langa greinargerð um verslunar- og efnahagsmálefni Íslands, „Pro Memoria!“, til Martfelts veturinn 1783.